Þrír leikmenn úrvalsdeildarinnar stóðust ekki lyfjapróf á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2020 07:01 Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar stóðust ekki lyfjapróf á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu stóðust ekki lyfjapróf deildarinnar á síðustu leiktíð. Tveimur var ekki refsað þar sem þeir vor með læknisvottorð á meðan eitt málið er enn til rannsóknar. The Athletic greindi frá. Tveimur málum hefur verið lokað endanlega og komst lyfjaeftirlitsstofnun Bretlands [UKAD] að þeirri niðurstöðu að leikmennirnir hefðu ekki brotið neinar reglur. Því fengu þeir að halda áfram að spila í deildinni. Heimildir The Athletic herma að methylphenidate hafi greinst hjá öðrum af leikmönnunum tveimur sem ekki stóðust lyfjapróf á síðustu leiktíð. Er það meðal efna sem finnast í rítalíni, lyf sem er almennt notað af fólki sem glímir við ofvirkni og athyglisbrest eða einfaldlega ADHD. Efnið er samt sem áður á bannlista Alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunarinnar [WADA] þar sem það getur bætt sprengikraft, styrk, orku og úthald. Hinn leikmaðurinn var með methylprednisolone í blóðinu. Það er lyf sem nær oftast er notað við ofnæmis viðbrögðum. Það getur einnig hjálpað íþróttamönnum að æfa oftar og af hærri ákafa. Niðurstöður þriðja efnisins hafa ekki litið dagsins ljós þar sem UKAD ku enn vera að rannsaka málið. Leikmönnunum var ekki refsað þar sem þeir gátu sýnt fram á með læknisvottorði að þeir hafi þurft á téðum efnum að halda á þeim tíma sem þeir greindust. Hefur jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum ensku úrvalsdeildarinnar farið fækkandi með árunum. Tímabilið 2018-2019 voru til að mynda 11 leikmenn sem greindust með efni í blóði sínu sem voru á bannlista WADA. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira
Þrír leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu stóðust ekki lyfjapróf deildarinnar á síðustu leiktíð. Tveimur var ekki refsað þar sem þeir vor með læknisvottorð á meðan eitt málið er enn til rannsóknar. The Athletic greindi frá. Tveimur málum hefur verið lokað endanlega og komst lyfjaeftirlitsstofnun Bretlands [UKAD] að þeirri niðurstöðu að leikmennirnir hefðu ekki brotið neinar reglur. Því fengu þeir að halda áfram að spila í deildinni. Heimildir The Athletic herma að methylphenidate hafi greinst hjá öðrum af leikmönnunum tveimur sem ekki stóðust lyfjapróf á síðustu leiktíð. Er það meðal efna sem finnast í rítalíni, lyf sem er almennt notað af fólki sem glímir við ofvirkni og athyglisbrest eða einfaldlega ADHD. Efnið er samt sem áður á bannlista Alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunarinnar [WADA] þar sem það getur bætt sprengikraft, styrk, orku og úthald. Hinn leikmaðurinn var með methylprednisolone í blóðinu. Það er lyf sem nær oftast er notað við ofnæmis viðbrögðum. Það getur einnig hjálpað íþróttamönnum að æfa oftar og af hærri ákafa. Niðurstöður þriðja efnisins hafa ekki litið dagsins ljós þar sem UKAD ku enn vera að rannsaka málið. Leikmönnunum var ekki refsað þar sem þeir gátu sýnt fram á með læknisvottorði að þeir hafi þurft á téðum efnum að halda á þeim tíma sem þeir greindust. Hefur jákvæðum niðurstöðum úr lyfjaprófum ensku úrvalsdeildarinnar farið fækkandi með árunum. Tímabilið 2018-2019 voru til að mynda 11 leikmenn sem greindust með efni í blóði sínu sem voru á bannlista WADA.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Sjá meira