Enski boltinn

Telja að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngist

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal.
Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal. James Williamson/Getty Images

Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu.

Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi.

Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar.

Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu.

„Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir.

„Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“

Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á.

Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá.

„Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig.

Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×