Stefnir á að komast aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2020 10:15 Sif Atladóttur langar að bæta við þá 82 landsleiki sem hún hefur leikið. vísir/bára Sif Atladóttir ætlar að snúa aftur á fótboltavöllinn á næsta ári og stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið. Hún hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn fyrir rúmum mánuði. „Ég stefni að því að spila. Ég ætla að koma aftur á völlinn. Ég er ekki alveg búin með það sem ég ætlaði að gera,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif, sem er 35 ára, lék tvo leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM á síðasta ári. Ísland mætir Svíþjóð í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í F-riðli undankeppninnar. Íslendingar mæta svo Ungverjum og Slóvökum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni. Lokakeppni EM fer svo fram á Englandi 2022. „Ég stefni að því að koma til baka og vonandi kem ég mér aftur inn í landsliðið. Það er ákveðið markmið. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvað gerist í þessum þremur leikjum. Svo er EM og ýmislegt framundan sem er spennandi,“ sagði Sif sem hefur spilað 82 landsleiki. Sif leikur með Kristianstad í Svíþjóð og hefur gert síðan 2011. Liðinu hefur gengið vel á þessu tímabili og er í góðri stöðu til að vinna sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. „Það er ýmislegt sem maður er að stefna að. Við erum búnar að stefna lengi að þessu og erum mjög nálægt þessu. Það eru nokkur svona skref sem mann langar að klára áður en maður setur skóna alfarið á hilluna,“ sagði Sif að endingu. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Sif Atladóttir ætlar að snúa aftur á fótboltavöllinn á næsta ári og stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið. Hún hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn fyrir rúmum mánuði. „Ég stefni að því að spila. Ég ætla að koma aftur á völlinn. Ég er ekki alveg búin með það sem ég ætlaði að gera,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif, sem er 35 ára, lék tvo leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM á síðasta ári. Ísland mætir Svíþjóð í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í F-riðli undankeppninnar. Íslendingar mæta svo Ungverjum og Slóvökum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni. Lokakeppni EM fer svo fram á Englandi 2022. „Ég stefni að því að koma til baka og vonandi kem ég mér aftur inn í landsliðið. Það er ákveðið markmið. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvað gerist í þessum þremur leikjum. Svo er EM og ýmislegt framundan sem er spennandi,“ sagði Sif sem hefur spilað 82 landsleiki. Sif leikur með Kristianstad í Svíþjóð og hefur gert síðan 2011. Liðinu hefur gengið vel á þessu tímabili og er í góðri stöðu til að vinna sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. „Það er ýmislegt sem maður er að stefna að. Við erum búnar að stefna lengi að þessu og erum mjög nálægt þessu. Það eru nokkur svona skref sem mann langar að klára áður en maður setur skóna alfarið á hilluna,“ sagði Sif að endingu.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira