Erlent

Flokkur Merkels frestar enn vali á nýjum leið­toga

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Olaf Scholz, fjármálaráðherra og kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins í næsti kosningum.
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Olaf Scholz, fjármálaráðherra og kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins í næsti kosningum. Getty

Flokksþingi Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU), sem halda átti í byrjun desember, hefur verið frestað vegna heimsfaraldursins. Til stendur að velja nýjan leiðtoga flokksins á þinginu.

Framkvæmdastjóri flokksins, Paul Ziemiak, segir að miðstjórn mun meta stöðuna að nýju um miðjan desember og þá taka ákvörðun um næstu skref.

Angela Merkel Þýskalandskanslari lét af formennsku í flokknum árið 2018, en arftakinn, Annegret Kramp-Karrenbauer, tilkynnti fyrr á þessu ári að hún muni jafnframt láta af formennsku og ekki sækjast eftir því að verða kanslaraefni flokksins í næstu þingkosningum sem fyrirhugaðar eru á haustmánuðum á næsta ári.

CDU hefur nú þegar frestað valinu á nýjum leiðtoga einu sinni vegna heimsfaraldursins.

Angela Merkel hefur sagst munu láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021. Hún hefur stýrt landinu frá árinu 2005.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.