Innlent

Sjúk­lingur smitaður á Vogi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Einn sjúklingur greindist með kórónuveirusmit á Vogi. Ekki er grunur um að fleiri hafi smitast.
Einn sjúklingur greindist með kórónuveirusmit á Vogi. Ekki er grunur um að fleiri hafi smitast. Vísir/Sigurjón

Sjúklingur á Vogi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Þetta staðfestir yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu. Verið er að vinna í því að koma þeim í sóttkví sem það þurfa að hennar sögn.

„Já, það greindist sjúklingur með veiruna og við erum að vinna í að greiða úr því. Það gengur bara vel,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.

Verið er að vinna að því að koma þeim í sóttkví sem það þurfa en ekki er grunur um að fleiri sjúklingar hafi smitast af veirunni. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Vogi að sjúkrahúsinu sé skipt upp í álmur og hafi þeirri álmu sem viðkomandi sjúklingurinn dvaldi á verið lokað og nokkrir sjúklingar hafi verið sendir heim í sóttkví.

Allir sem leggjast inn á sjúkrahúsið Vog eru skimaðir fyrir komu og greindist viðkomandi neikvæður í þeirri skimun. Hann veiktist svo eftir að hann var kominn á Vog.

„Það eru allir skimaðir áður en þeir koma hérna inn en það er eins og á landamærunum eru tvær skimanir af því að maður getur veikst eftir fyrstu skimun,“ segir Valgerður.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Búið að taka sýni af öllum á Reykjalundi

Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust með Covid19. Allir sextán sjúklingar deildarinnar eru komnir í sóttkví. Þeir munu að líkindum fá niðurstöður síðar í dag. 

Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu

Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu.

76 ný kórónuveirusmit í gær

Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×