Gætu tekið af rafmagn hjá milljón manna til að draga úr eldhættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 10:08 Starfsmaður Pacific Gas & Electric fylgist með Creek-gróðureldinum í Kaliforníu í september. Slíkir eldar kvikna oft þegar rafmagnsstaurar brotna eða línur slitna þegar þurrt og hvasst er í veðri. AP/Marcio Jose Sanchez Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent