Erlent

Schwarzeneg­ger segist brattur eftir hjarta­að­gerð

Kjartan Kjartansson skrifar
Þetta er önnur stóra hjartaaðgerðin sem Schwarzenegger gengst undir á tveimur árum. Hann er nú á áttræðisaldri.
Þetta er önnur stóra hjartaaðgerðin sem Schwarzenegger gengst undir á tveimur árum. Hann er nú á áttræðisaldri. Vísir/EPA

Austurrísk-bandaríski hasarmyndaleikarinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að sér líði „frábærlega“ eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Schwarzenegger fæddist með hjartagalla og gekkst undir bráðaaðgerð til þess að skipta um lungnastofnsloku.

„Ég er með nýja ósæðarloku til viðbótar við lungnastofnslokuna í úr síðustu aðgerð. Mér líður frábærlega og hefur þegar farið í göngutúr um stræti Cleveland,“ tísti Schwarzenegger sem er 73 ára gamall.

Birti hann myndir af sjálfum sér á sjúkrabeði og á ferð um borgina eftir aðgerðina.

Eftir árangursríkan feril sem Hollywood-leikari þar sem Schwarzenegger sló í gegnum í hasarmyndum eins og „Tortímandanum“ söðlaði hann um og var kjörinn ríkisstjóri Kaliforníu fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2003.

Schwarzenegger hefur haldið áfram að leika á kvikmyndum eftir að steig úr stóli ríkisstjóra árið 2011 en hann hefur einnig helgað sig baráttunni gegn loftslagsbreytingum af völdum manna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.