Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 14:30 Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson ræddu ýmislegt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld. stöð 2 sport Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn