Erlent

Ellefu milljónir Breta á hæsta viðbúnaðarstigi vegna kórónuveirunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hart hefur verið tekist á um takmarkanir í Bretlandi og ekki eru allir á eitt sáttir við viðbrögð stjórnvalda. 
Hart hefur verið tekist á um takmarkanir í Bretlandi og ekki eru allir á eitt sáttir við viðbrögð stjórnvalda.  Andy Barton/Getty Images

Í dag tóku gildi hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar víða á Bretlandi. Á Stór-Manchestersvæðinu eru reglurnar komnar á hæsta stig og ná þær til tæplega þriggja milljóna íbúa svæðisins.

Síðar í dag munu allir íbúar Wales þurfa að halda sig heimavið næstu sautján dagana. 189 dóu af völdum COVID-19 á Bretalandi í gær og rúmlega tuttugu og eitt þúsund ný smit voru staðfest. Suður Yorkshire verður síðan sett á hæsta stig takmarkana á miðnætti og þá verða um ellefu milljónir Englendinga að búa við slíkar harðar samkomutakmarkanir, en áður höfðu íbúar Liverpool og nágrennis einnig verið settir í hæsta flokk og einnig íbúar Lancashire.

Hæsta stig viðbúnaðar hefur í för með sér að fleiri en sex mega ekki koma saman utandyra og fólk úr sitthvorri fjölskyldunni má ekki hittast neinstaðar. Krám verður lokað en veitingastaðir fá að hafa opið og þá er fólki ráðlagt að ferðast ekki utan þessara skilgreindu svæða eða til þeirra og forðast skal að nota almenningssamgöngur eftir fremsta megni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.