Ekki til umræðu að loka á flug frá tilteknum löndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 20:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13
„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06