Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 12:06 Undanfarið hafa þrír stórir hópar sem voru að koma frá Póllandi greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Vísir/Vilhelm Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. Þetta er þriðji stóri hópurinn sem greinist með veiruna á landamærum síðustu daga eftir að hafa verið á ferðalagi um Pólland. Í síðustu viku greindist átján manna hópur með veiruna og voru þau öll með virkt smit. Síðastliðinn sunnudag greindust síðan um tuttugu manns á landamærunum sem einnig voru að koma frá Póllandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að undanfarið hefðu óvenjulega margir farþegar greinst á landamærunum. Aðallega væru þetta einstaklingar sem væru að koma frá Póllandi og fólkið væri að greinast með veiruna annað hvort í fyrri eða seinni skimun. Sagði Þórólfur þetta vafalaust endurspegla mikla fjölgun smitaðra í Póllandi auk þess sem þetta gæti bent til þess að á næstunni myndi mögulega sjást hærra hlutfall smitaðra á landamærunum en verið hefur. Faraldurinn væri enda á uppleið í Evrópu. Þórólfur var spurður að því hvort eitthvað eigi að bregðast við þessari fjölgun smitaðra á landamærunum. Hann benti á núverandi aðgerðir sem fela í sér að farþegi má velja á milli fjórtán daga sóttkvíar eða að fara í skimun við komuna til landsins, svo fimm daga sóttkví og svo aðra skimun. Að sögn Þórólf er til skoðunar hvort eitthvað eigi að breyta þessu vinnulagi, til dæmis hvort skylda eigi farþega frá ákveðnum löndum til að fara í skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Póllandsfararnir allir með virkt smit Ekkert þeirra átján sem kom með flugi hingað til lands í fyrradag eftir dvöl í Póllandi reyndist með mótefni gegn kórónuveirunni. 16. október 2020 10:29
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum