„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2020 19:13 Birna og Kristófer eiga von á dreng í næstu viku. Þeim þykir ákvörðun um að neita þeim um lengingu fæðingarorlofsgreiðslna óskiljanlega, enda sé neitunin tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Sigurjón Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira