Enski boltinn

Skellti upp úr þegar sam­herji hans í vörninni var valinn maður leiksins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coady í stuði eftir sigurinn í gær. Hann var í enn meira stuði í viðtalinu við Sky Sports.
Coady í stuði eftir sigurinn í gær. Hann var í enn meira stuði í viðtalinu við Sky Sports. Sam Bagnall - AMA/Getty Images

Wolves vann öflugan sigur á Leeds í gærkvöldi þar sem þrjú mörk voru skoruð en einungis eitt fékk að standa. Sigurmarkið skoraði Raul Jimenez á 70. mínútu.

Varnarleikur Wolves var ansi þéttur í leiknum og þeir Conor Coady, Max Kilman og Willy Boly stóðu vaktina vel í vörninni. Svo vel að Kilman var valinn maður leiksins.

Conor Coady var í viðtali hjá Sky Sports eftir leikinn og þegar strákarnir í settinu létu hann vita að Kilman væri valinn maður leiksins þá skellti hann bara upp úr. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Jamie Carragher, einn af þeim sem var í settinu, hafði afar gaman af þessu og setti á Twitter síðu sína. Hann spurði einnig hvort að það væri ekki hægt að fá Coady alltaf í þáttinn Monday Night Football þó að liðið hans væri ekki að spila.

Carragher gekk enn lengra og spurði Coady hvort að hann væri ekki tilbúinn að koma til Liverpool og taka við í miðri vörninni af Virgil van Dijk sem er á meiðslalistanum.

Coady svaraði því að hann væri varla að spyrja hann á þessum tímapunkti og glotti við tönn. En hann sagðist glaður hjá Úlfunum en Coady spilaði með yngri liðum Liverpool á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×