Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 20:42 Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Breikkun úr tveimur akreinum í fjórar er á lokametrunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57