Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2019 13:00 Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð. Þriggja metra breið miðeyja verður á milli akbrauta með vegriði beggja vegna. Teikning/Vegagerðin. Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45
Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45