Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:31 Jordan Pickford endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk með þessari tæklingu í leik Everton og Liverpool um helgina. Getty/John Powell Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum besti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði pistil í Daily Mail þar sem hann fór yfir umdeildar ákvarðanir dómara og myndbandadómara í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir eftir 2-2 jafnteflisleik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og þótti þar á sér brotið. Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir ruddalega tæklingu sína á Virgil van Dijk en hollenski miðvörðurinn sleit þar krossband og spilar ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Virgil van Dijk var hins vegar dæmdur rangstæður og því gat hann ekki fengið víti. Sadio Mane WAS offside in crucial Merseyside derby decision | @clattenburg1975 https://t.co/pPuL2AjCif— MailOnline Sport (@MailSport) October 18, 2020 Undir lok leiksins hélt Jordan Henderson að hann hefði tryggt Liverpool 3-2 sigur en Varsjáin dæmdi þá Sadio Mane rangstæðan í undirbúningnum en þar réðu millimetrar og það að hendi Mané var notuð til að staðsetja hann. Mark Clattenburg skrifaði um bæði þessi atvik. „Michael Oliver dómari hefði átt að fá að skoða sjálfur brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk. Hefði hann gert það þá er ég viss um að hann hefði rekið hann af velli. Það er algjört bull að það hafi ekki mátt refsa Pickford fyrir brotið af því að Van Dijk var rangstæður,“ skrifaði Mark Clattenburg og bætti við: „Oliver dómari hafði ekki flautað þegar Jordan Pickford stökk inn í tæklinguna og því var möguleiki á því að refsa honum. VAR-dómarinn David Coote hefði átt að kalla Michael Oliver að skjánum. Þar sem að Van Dijk var meiddur þá hafði dómarinn nægan tíma til að skoða þetta aftur,“ skrifaði Clattenburg. Henderson : I think they bend the lines sometimes to make it offside. Clattenburg : At the risk of ruining a good...Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 19. október 2020 „Ekki kenna Varsjánni um það að Sadio Mané hafi verið dæmdur rangstæður, kennið frekar knattspyrnulögunum um það,“ skrifaði Clattenburg en samkvæmt nýju reglunum þá mega leikmenn nú spila boltanum með öxlinni eða efsta hluti handleggsins. „Ég er ekki hrifinn af þessari reglu. Okkar fallegi leikur snýst um það að skora mörk og við viljum ekki sjá þau dæmd af vegna einhverra millimetra hér eða þar. Það þarf að skoða þessa reglu frekar en að skoða Varsjána sjálfa,“ skrifaði Mark Clattenburg.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira