Erlent

Hættan á að smitast af veirunni í flug­vél virðist hverfandi

Telma Tómasson skrifar
Flugfélög um heim allan sem hafa orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna faraldursins. Hér sést farþegi með grímu um borð í flugvél Ryanair á dögunum.
Flugfélög um heim allan sem hafa orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna faraldursins. Hér sést farþegi með grímu um borð í flugvél Ryanair á dögunum. Getty/Nicolas Economou/NurPhoto

Hættan á því að smitast af kórónuveirunni í flugvél virðist hverfandi, eftir því sem niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna, sem bandaríska varnarmálaráðuneytið lét gera.

Sé rannsóknin að gefa rétta mynd af stöðunni hljóta þessar fréttir að teljast mjög jákvæðar fyrir flugfélög um heim allan sem hafa orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna faraldursins.

Rannsóknin var gerð um borð í Boeing 777 og 767 flugvélum United Airlines og sýndi að 99,99 prósent loftagna voru hreinsuð út með loftræstingu vélarinnar um sex mínútum eftir að einhver hóstaði.

Slá má þann varnagla á niðurstöðum að rannsóknin gerði ráð fyrir að einungis einn væri með Covid-19 sjúkdóminn um borð, en talið er að fólk þyrfti að fljúga í 54 klukkustundir með viðkomandi til að smitast.

Talsmaður IATA, Alþjóða flugmálastofnunarinnar, fagnar niðurstöðunum og segir að þær bendi til þess að svipaðar líkur séu á að smitast af kórónuveirunni í flugvél eins og að verða fyrir eldingu.

Greint er frá málinu á fréttasíðu Sky News.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.