Youtube tekur þátt í herferð gegn samsæriskenningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 23:40 Myndbandsveitan Youtube hefur lengi legið undir ámæli fyrir að ýta notendum sínum í átt að sífellt öfgakenndara efni og skoðunum. Google ætlar nú að skera upp herör gegn ákveðnum hættulegum samsæriskenningum á miðlinum. AP/Patrick Semansky Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59