Segir af og frá að Rooney taki við Derby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 23:00 Wayne Rooney verður ekki þjálfari Derby County. ekki strax allavega. EPA-EFE/PETER POWELL Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira