Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 18:07 Twitter hefur tekið upplýsingafals Trump forseta á miðlinum fastari tökum upp á síðkastið. Nú var það Twitter-reikningur framboðs hans sem fékk að kenna á refsivendi samfélagsmiðilsins. Vísir/Getty Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa. Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa.
Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14