Erlent

Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast nú við að þróa bóluefni við vieurnni, en verkefnið er risavaxið.
Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast nú við að þróa bóluefni við vieurnni, en verkefnið er risavaxið. Kirsty O'Connor/Getty Images

Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. Swaminathan segir að þrátt fyrir hið mikla kapphlaup sem nú standi yfir þegar kemur að þróun bóluefnis þá sé ólíklegt að hægt verði að bólusetja alla heimsbyggðina á stuttum tíma.

„Flestir eru sammála um að byrjað verði á því að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og annað fólk í framlínu faraldursins og svo kemur röðin að eldri borgurum,“ segir Swaminathan í samtali við Guardian.

Lyfjafyrirtækin sem keppast nú við að þróa bóluefni hafa sum hver lent í vandræðum og nú þegar hefur verið gert hlé á prófunum hjá Johnson&Johnson og AstraZeneca í ljósi þess að sjálfboðaliðar veiktust í prófunum.

Þá bendir Swaminathan á hið gríðarlega verkefni sem sé fyrir höndum að framleiða milljarða skammta af efninu, þegar það verður á endanum tilbúið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.