Erlent

Barron Trump greindist einnig með veiruna

Sylvía Hall skrifar
Melania Trump ásamt Barron, syni sínum.
Melania Trump ásamt Barron, syni sínum. Getty/Chip Somodevilla

Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna skömmu eftir að foreldrar hans fengu jákvæða niðurstöðu. Melania Trump greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en hann mælist ekki lengur með veiruna.

Barron er fjórtán ára gamall, yngsti sonur Trump og eina barn þeirra hjóna. Hann fékk neikvæða niðurstöðu úr fyrstu sýnatöku eftir smit foreldra hans en reyndist svo einnig vera smitaður.

„Til allrar hamingju er hann hraustur unglingur og var einkennalaus. Á ákveðinn hátt var ég ánægð að við þrjú fórum í gegnum þetta saman á sama tíma svo við gátum hugsað um hvort annað og eytt tíma saman. Hann hefur síðan þá fengið neikvæða niðurstöðu,“ skrifar forsetafrúin.

Forsetahjónin greindust í upphafi mánaðar með veiruna og var Donald Trump meðal annars fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið vegna veikindanna. Hann var útskrifaður nokkrum dögum síðar og hefur fullyrt að hann sé í frábæru formi eftir veikindin.

Hátt í átta milljón kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum. Rúmlega 215 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. 


Tengdar fréttir

Læknir for­setans segir hann ekki smita lengur

Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×