Borgarstjóri segir af sér í skugga óviðeigandi sambands og morðhótana Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 14:31 Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage, hann lætur af störfum í næstu viku. AP/Bill Roth Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi. Bandaríkin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi.
Bandaríkin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira