Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 12:24 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Eftir æfinguna var allt starfslið landsliðsins sett í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16