Innlent

Aldrei fleiri verið í einangrun vegna Covid-19 hér á landi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meira en 1.100 manns eru nú í einangrun vegna Covid-19 hér á landi.
Meira en 1.100 manns eru nú í einangrun vegna Covid-19 hér á landi. Vísir/Vilhelm

Aldrei hafa verið fleiri verið í einangrun hér á landi með virkt kórónuveirusmit en nú samkvæmt tölfræðinni sem birt er á covid.is.

Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19. Þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins voru 1.096 með virkt smit en það var þann 5. apríl.

24 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og einn af þeim er í öndunarvél.

Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir deildarinnar, í samtali við Vísi. Tveir sjúklingar hafi verið útskrifaðir í gær en fjórir lagðir inn.

88 greindust með kórónuveiruna innanlands síðastliðinn sólarhring samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 3.400 manns eru í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×