Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 11:31 Úr toppslag Breiðabliks og Vals í byrjun þessa mánaðar. Blikar unnu 0-1 sigur og tóku þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira