Innlent

Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Staðan er sögð enn vera góð á Suðurnesjum en þeim sem eru í sóttkví fjölgar hratt.
Staðan er sögð enn vera góð á Suðurnesjum en þeim sem eru í sóttkví fjölgar hratt. Vísir/Vilhelm

Þeim sem eru í sóttkví á Suðurnesjum fer hratt fjölgandi. Aðgerðarstjórn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fylgist grannt með stöðu mála og mun bregðast við ef og þegar nauðsynlegt þykir. Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag.

Staðan er þó sögð góð á Suðurnesjum eins og stendur en megin þungi faraldursins hefur verið og er enn á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hefur greinst í Vestmannaeyjum í tvær vikur en tilfellum covid-19 hefur annars fjölgað aðeins á Suðurlandi. Ástandið er stöðugt á Vesturlandi og á Vestfjörðum.

Líkt og fram hefur komið greindust 83 með covid-19 innanlands í gær og þar af voru 49 í sóttkví og þrír greindust á landamærum. 23 eru á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af þrír á gjörgæslu. Mikið álag hefur verið í farsóttarhúsinu en þangað sóttu 86 í dag, þar af 64 sem eru í einangrun og er áfram unnið að lausn vegna þeirra áskorana sem blasa við heilbrigðiskerfinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.