Erlent

Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kjósendur í Georgíu bíða í röð til að komast í kjörklefann. 
Kjósendur í Georgíu bíða í röð til að komast í kjörklefann.  Jessica McGowan/Getty Images

Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. Þetta er mun betri þátttaka en var fyrir fjórum árum og þykir benda til þess að kjörsókn verði í heildina mun betri en þá. Þessi mikla þátttaka er rakin til kórónuveirufaraldursins en mörg ríki styðjast nú við póstkosningu í meira mæli en áður. 

Trump gagnrýnir póstakvæði harðlega

Það hefur farið mjög í taugarnar á Donald Trump forseta sem ítrekað hefur haldið því fram að póstkosning muni leiða til kosningasvindls, án þess að hann hafi getað fært sannfærandi rök fyrir þeirri staðhæfingu. Talið er líklegt að demókratar hafi verið duglegri við að greiða atkvæði snemma en repúblikanar.

Reuters fréttaveitan greinir frá því að í gær hafi 10,4 milljónir Bandaríkjamanna þegar greitt atkvæði í kosningunum í þeim ríkjum þar sem greint er frá stöðunni í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Á sama tíma árið 2016 höfðu 1,4 milljónir manna greitt atkvæði.

Í fimm ríkjum, Minnesota, Suður Dakóta, Vermont, Virginíu og í Wisconsins hefur kosningaþátttaka þegar náð 20 prósentum af heildarþátttökunni árið 2016.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.