Enski boltinn

Rúnar Alex segir að kaupin á Partey sýni metnað Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson á æfingu með Arsenal. getty/Stuart MacFarlane

Rúnar Alex Rúnarsson er afar spenntur fyrir nýjasta leikmanni Arsenal, ganverska miðjumanninum Thomas Partey.

Arsenal keypti Partey frá Atlético Madrid á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir 45 milljónir punda.

Rúnar Alex, sem Arsenal fékk frá Dijon í sumar, segir að kaupin á Partey séu til marks um metnaðinn hjá Arsenal.

„Ég var svo spenntur því þetta sýnir öllum hver markmið félagsins eru: að við viljum berjast aftur um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina,“ sagði Rúnar Alex.

„Við viljum taka þátt í öllum stærstu keppnunum, og ekki bara taka þátt heldur vinna. Að kaupa Thomas sýnir hvað við ætlum okkur.“

Rúnar Alex á enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal en hann hefur setið á varamannabekknum í síðustu leikjum liðsins.

Partey gæti þreytt frumraun sína með Arsenal þegar liðið sækir Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×