Erlent

Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum

Samúel Karl Ólason skrifar
Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus gagnrýndi stórveldi heimsins fyrir skort á forystu.
Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus gagnrýndi stórveldi heimsins fyrir skort á forystu. AP/Christopher Black

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi.

Þessi orð lét Ghebreyesus falla á Afríkuráðstefnum Financial Times í dag. Þar sagði hann einnig að skortur á forystu frá stórveldum heimsins hefði gert faraldurinn verri. Án þess að gagnrýna tiltekin ríki sagði hann forystumönnum stærstu hagkerfa heims að taka í stjórnartaumana.

Ghebreyesus sagði einnig að bóluefni gætu verið komin í notkun í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Um 37,5 milljónir hafa smitast af nýju kórónuveirunni, svo vitað sé, og opinber dauðsföll nálgast 1,1 milljón.

„Það hefur verið sannað í mörgum löndum að hægt er að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Ghebreyesus. Þeirra á meðal væru nágrannar Kína, sem í fyrstu var talið að faraldurinn myndi leika grátt. Ríki eins og Japan, Suður-Kórea, Víetnam og Laos.

Þá benti hann á að um 70 prósent staðfestra smita megi rekja til tíu ríkja. Þar á meðal eru Bandaríkin, Brasilía, Indland, Rússland, Kólumbía og spánn.


Tengdar fréttir

Evrópuríki hyggja á hertari aðgerðir

Hertar samkomutakmarkanir verða kynntar víða um Evrópu á næstu dögum en kórónuveirufaraldurinn er í miklum uppgangi víðast hvar í álfunni.

Fimm milljónir smitast í Brasilíu

Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu segja að um 150 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×