Væri skaðlegt að bólusetja heila þjóð áður en öðrum er hleypt að Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 15:19 Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent