Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir við Ölmu Möller landlækni og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt um þriðja samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent