Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 19:01 Niðurstöður rannsóknar vísindastofnunar Ástralíu gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað á símaskjám og fleiri flötum í allt að 28 daga. Getty Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12