Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 19:01 Niðurstöður rannsóknar vísindastofnunar Ástralíu gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað á símaskjám og fleiri flötum í allt að 28 daga. Getty Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12