Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 11:05 Aston Villa var eitt 19 liða úrvalsdeildarinnar sem kaus með hugmyndinni. EPA-EFE/Peter Powell Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. Þannig er mál með vexti að ekki eru allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar sýndir beint á Englandi. Vegna kórónufaraldursins eru leikvellir Englands lokaðir og því komast stuðningsmenn ekki að sjá lið sín spila. Forráðamenn deildarinnar hafa því ákveðið að sýna alla leiki deildarinnar beint en þarf að kaupa aðgang að þeim leikjum sem eru ekki nú þegar á dagskrá. Svokallað ´pay-per-view´ á ensku. Þar kaupa stuðningsmenn aðgang að stökum leik. Verðið er tæp 15 pund eða 2700 krónur íslenskar. Þetta fer ekki vel í stuðningsfólk og er talið að græðgi félaganna gæti fælt fólk frá þegar hliðin verða loks opnuð að nýju. £14.95 to watch a game on pay per view is disgraceful. £5, ok, but £14.95? It's disgusting. At a time when PL clubs spent £1.2bn on players. When they'll give agents £200m. When so many families are struggling. The creed of greed is in @premierleague DNA but this truly stinks.— Henry Winter (@henrywinter) October 9, 2020 Philip Buckingham, Adam Crafton og David Ornstein hjá íþróttamðlinum The Athletic fjölluðu ítarlega um málið. Þar kemur til að mynda fram að Leicester City var eina félagið sem var á móti því að rukka aukalega fyrir leiki sem væru ekki nú þegar í beinni dagskrá. Ekki voru forráðamenn allra félaga deildarinnar hlynntir hugmyndinni en kusu á endanum með henni. Þar má til dæmis nefna Ed Woodward hjá Manchester United. Fall á Netflix-prófinu „Ef þú færð 20 milljónamæringa til að ákveða hvað 15 pund eru mikil virði þá gerist þetta. Þetta er fall á Netflix-prófinu, einn leikur kostar meira en mánaðaráskrift að Netflix“ sagði einn heimildarmanna The Athletic. Ástæðan fyrir því að félög kusu með hugmyndinni að rukka fyrir leiki þó sum hafi verið á móti því er til að deildin sýnist samstíga og sammála í aðgerðum sínum. Leicester City virðist hafa verið eina félagið sem var það mikið í nöp við hugmyndina að þeir kusu gegn henni á endanum. Verðið virðist byggt á því að neðri deildir Englands [B til E] eru að rukka tíu pund fyrir hvern leik. Úrvalsdeildin er hins vegar með meiri gæði, bæði innanvallar sem utan. Það eru fleiri myndavélar og almennt meira til lagt í leik Burnley og Aston Villa heldur en Peterborough United og Lincoln City í ensku C-deildinni. Því sé við hæfi að verðið sé 50 prósent hærra. Skelfileg tímasetning Þá hefur tímasetningin verið gagnrýnd en hún kemur í kjölfar þess að félagaskiptagluggi úrvalsdeildarinnar lokar. Þar eyddu nær öll liðin fúlgum fjár og vilja svo nú fá pening til baka frá stuðningsfólki sínu. Sem stendur hafa Sky Sports og BT Sport – stöðvarnar með sjónvarpsréttinn á Englandi – valið hvaða leikir verða sýndir beint þangað til í byrjun nóvember. Fimm leikir hverja helgi verða sýndir beint sem þýðir að hægt verður að rukka fyrir hina fimm leikina. Kemur niður á þeim sem styðja minni lið deildarinnar Þetta mun koma niður á þeim sem styðja ekki stærstu liðin en þau eru eðli málsins samkvæmt þau lið sem eru oftast í beinni útsendingu. Þá munu stærstu liðin einnig græða mest á þessu en í neðri deildunum á Englandi er það þannig að liðin selja leikina sjálf og halda peningunum. Pay-per-view Premier League games begin next weekend at the princely sum of £14.95. How clubs reached this point and the long-term implications w/ @AdamCrafton_ and @David_Ornstein https://t.co/703pT2f31R— Philip Buckingham (@PJBuckingham) October 10, 2020 Ofan á allt þetta virðist sem félögin ætli ekki að endurgreiða ársmiðahöfum sínum. Þannig að þau sem eiga ársmiða þurfa í rauninni að borga tvöfalt verð ef þau vilja sjá lið sitt spila þegar það er ekki sýnt beint á Sky Sports eða BT Sport. „Þetta er mjög breskt vandamál og ætti ekki að hafa nein áhrif á þá leiki sem eru sýndir erlendis,“ segir að lokum í grein þeirra félaga hjá The Athletic. Því þurfa Íslendingar ekki að hafa áhyggjur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. Þannig er mál með vexti að ekki eru allir leikir ensku úrvalsdeildarinnar sýndir beint á Englandi. Vegna kórónufaraldursins eru leikvellir Englands lokaðir og því komast stuðningsmenn ekki að sjá lið sín spila. Forráðamenn deildarinnar hafa því ákveðið að sýna alla leiki deildarinnar beint en þarf að kaupa aðgang að þeim leikjum sem eru ekki nú þegar á dagskrá. Svokallað ´pay-per-view´ á ensku. Þar kaupa stuðningsmenn aðgang að stökum leik. Verðið er tæp 15 pund eða 2700 krónur íslenskar. Þetta fer ekki vel í stuðningsfólk og er talið að græðgi félaganna gæti fælt fólk frá þegar hliðin verða loks opnuð að nýju. £14.95 to watch a game on pay per view is disgraceful. £5, ok, but £14.95? It's disgusting. At a time when PL clubs spent £1.2bn on players. When they'll give agents £200m. When so many families are struggling. The creed of greed is in @premierleague DNA but this truly stinks.— Henry Winter (@henrywinter) October 9, 2020 Philip Buckingham, Adam Crafton og David Ornstein hjá íþróttamðlinum The Athletic fjölluðu ítarlega um málið. Þar kemur til að mynda fram að Leicester City var eina félagið sem var á móti því að rukka aukalega fyrir leiki sem væru ekki nú þegar í beinni dagskrá. Ekki voru forráðamenn allra félaga deildarinnar hlynntir hugmyndinni en kusu á endanum með henni. Þar má til dæmis nefna Ed Woodward hjá Manchester United. Fall á Netflix-prófinu „Ef þú færð 20 milljónamæringa til að ákveða hvað 15 pund eru mikil virði þá gerist þetta. Þetta er fall á Netflix-prófinu, einn leikur kostar meira en mánaðaráskrift að Netflix“ sagði einn heimildarmanna The Athletic. Ástæðan fyrir því að félög kusu með hugmyndinni að rukka fyrir leiki þó sum hafi verið á móti því er til að deildin sýnist samstíga og sammála í aðgerðum sínum. Leicester City virðist hafa verið eina félagið sem var það mikið í nöp við hugmyndina að þeir kusu gegn henni á endanum. Verðið virðist byggt á því að neðri deildir Englands [B til E] eru að rukka tíu pund fyrir hvern leik. Úrvalsdeildin er hins vegar með meiri gæði, bæði innanvallar sem utan. Það eru fleiri myndavélar og almennt meira til lagt í leik Burnley og Aston Villa heldur en Peterborough United og Lincoln City í ensku C-deildinni. Því sé við hæfi að verðið sé 50 prósent hærra. Skelfileg tímasetning Þá hefur tímasetningin verið gagnrýnd en hún kemur í kjölfar þess að félagaskiptagluggi úrvalsdeildarinnar lokar. Þar eyddu nær öll liðin fúlgum fjár og vilja svo nú fá pening til baka frá stuðningsfólki sínu. Sem stendur hafa Sky Sports og BT Sport – stöðvarnar með sjónvarpsréttinn á Englandi – valið hvaða leikir verða sýndir beint þangað til í byrjun nóvember. Fimm leikir hverja helgi verða sýndir beint sem þýðir að hægt verður að rukka fyrir hina fimm leikina. Kemur niður á þeim sem styðja minni lið deildarinnar Þetta mun koma niður á þeim sem styðja ekki stærstu liðin en þau eru eðli málsins samkvæmt þau lið sem eru oftast í beinni útsendingu. Þá munu stærstu liðin einnig græða mest á þessu en í neðri deildunum á Englandi er það þannig að liðin selja leikina sjálf og halda peningunum. Pay-per-view Premier League games begin next weekend at the princely sum of £14.95. How clubs reached this point and the long-term implications w/ @AdamCrafton_ and @David_Ornstein https://t.co/703pT2f31R— Philip Buckingham (@PJBuckingham) October 10, 2020 Ofan á allt þetta virðist sem félögin ætli ekki að endurgreiða ársmiðahöfum sínum. Þannig að þau sem eiga ársmiða þurfa í rauninni að borga tvöfalt verð ef þau vilja sjá lið sitt spila þegar það er ekki sýnt beint á Sky Sports eða BT Sport. „Þetta er mjög breskt vandamál og ætti ekki að hafa nein áhrif á þá leiki sem eru sýndir erlendis,“ segir að lokum í grein þeirra félaga hjá The Athletic. Því þurfa Íslendingar ekki að hafa áhyggjur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira