Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 23:43 Frá fjölmennri athöfn í Rósagarði Hvíta hússins laugardaginn 26. september. Þar kynnti Trump Amey Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Síðan hafa fjölmargir sem sóttu athöfnina greinst með kórónuveiruna. Getty/The Washington Post Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48