Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2020 12:16 Páll Magnússon segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira