Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 07:28 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok september. Vísir/Vilhelm Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira