Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 10:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur sóttvarnayfirvöld mögulega hafa gengið of langt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira