Innlent

Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu og Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Vísir

Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni.

 Í pistli Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu í gær á vef stofnunarinnar með yfirskriftinni „Gríðarleg ógn fyrir heilbrigðiskerfið“  kemur fram að verri árangur hafi náðst í að verja hjúkrunarheimili landsins fyrir smiti en í fyrstu bylgju. Þegar hafi greinst smit á þremur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. 

María lýsir þungum áhyggjum af þróuninni. Smit á hjúkrunarheimilum séu alvarleg heilsuógn fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Þá segir hún mikilvægt að opna sérstaka deild fyrir þá íbúa hjúkrunarheimila sem hafi smitast og séu í einangrun til að verja aðra íbúa og starfsfólk hjúkrunarheimila.

Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu sendu Landlækni og Sóttvarnalækni bréf á þriðjudag þar sem líst er yfir áhyggjum af útbreiðslu faraldursins innan veggja hjúkrunarheimila og farið er fram á að nauðsynlegt sé að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa heimilana sem hafi lítil sem engin einkenni. 

Eybjörg H. Hauksdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna.

Við teljum mikilævgt að það verði stofnað eða sett á laggirnar sérstakt úrræði fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinast jákvæðir fyrir Covid. Þá er hugsunin líka sú að nýta mannskapinn sem best þannig að það sé ekki verið að sinna Covid- smituðum víðsvegar um bæinn.Þannig er líka gætt ítrustu varúðar með að aðrir íbúar hjúkrunarheimila smitist ekki. Þetta er í skoðun hjá heilbrigðisyfirvöldum en við teljum mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Eybjörg. 


Tengdar fréttir

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×