Erlent

Aldrei fleiri greinst með veiruna á heimsvísu en í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar Varsjár í Póllandi sjást hér bíða eftir strætó í gær. Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í landinu í vikunni.
Íbúar Varsjár í Póllandi sjást hér bíða eftir strætó í gær. Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í landinu í vikunni. Getty/Jaap Arriens

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá því að aldrei hafi jafnmargir greinst smitaðir á einum degi af kórónuveirunni á heimsvísu en í gær.

Staðfestum smitum fjölgaði um tæp 340 þúsund og þar á uppsveifla faraldursins í Evrópu mikinn þátt.

Í Evrópu voru tæplega 97 þúsund smit staðfest og hefur sú tala aldrei verið hærri.

Dauðsföll af völdum veirunnar voru 5500 og alls hafa ein milljón og fimm þúsund manns nú látið lífið í faraldrinum.

Ef öll Evrópa er talin saman eru nú að mælast fleiri staðfest tillfelli heldur en í ríkjum á borð við Bandaríkin, Indland og Brasilíu.

Samkvæmt Reuters fréttastofunni er nú uppsveifla í faraldrinum í fimmtíu og fjórum löndum, þar á meðal í Argentínu, Kanada og í flestum Evrópuríkjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×