Erlent

Enn átök á milli Armena og Asera

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um stórskotaliðsárás á borg fjarri átakasvæðinu.
Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um stórskotaliðsárás á borg fjarri átakasvæðinu. AP/Varnarmálaráðuneyti Armeníu

Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag.

Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn.

Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan.

Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga.

Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu.

Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið.

Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið.

Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh.

Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir.


Tengdar fréttir

Segir Tyrki halda þjóðar­morðinu á­fram

Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News.

Leggja ekki niður vopn enn

Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli.

Hafa á­hyggjur af sýr­lenskum mála­liðum í ná­granna­erjum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×