Enn átök á milli Armena og Asera Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 14:47 Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um stórskotaliðsárás á borg fjarri átakasvæðinu. AP/Varnarmálaráðuneyti Armeníu Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020 Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. Viðræður eiga að hefjast í Genf í Austurríki í dag. Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjan, mun hitta erindreka Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands, í dag. Svo er búist við að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu, fundi með þeim í Moskvu á mánudaginn. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Í brýnu sló á milli armenska og aserska hersins undir lok síðasta mánaðar við Nagorno-Karabakh, landlukt svæði innan Aserbaídsjan sem armenskir aðskilnaðarsinnar stjórna. Tugir manna hafa fallið í skærum síðustu daga. Svæðið heyrir formlega undir Aserbaídsjan en er í raun stýrt af Armenunum sem búa þar. Aserar krefjast þess að Armenar yfirgefi héraðið en því hafa Armenar hafnað og segja Nagorno-Karabakh hluta af Armeníu. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Tyrkir hafa þegar verið sakaðir um að senda málaliða á svæðið. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa sakað Armena um að gera stórskotaliðsárás á borgina Ganja, sem er fjarri Nagorno-Karabakh og aðra bæi, samkvæmt frétt Reuters. Einn almennur borgari er sagður hafa fallið. Embættismenn í Nagorno-Karabakh segja að 350 hermenn heimastjórnarinnar hafi fallið í átökum við Asera. Þar að auki hafi 19 almennir borgarar dáið og fjölmargir særst. Armenar hafa þar að auki sakað Asera um að gera árás á gamla og fræga kirkju í Nagorno-Karabakh. Hér má sjá tíst frá blaðakonu AFP sem sýnir skaðann sem kirkjan varð fyrir. #Azerbaijan'i armed forces targeted the Saint #Ghazanchetsots Cathedral in #Shushi from multiple rocket launcher pic.twitter.com/tgw7n7S47e— Anna A. Naghdalyan (@naghdalyan) October 8, 2020
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04 Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Armenar reiðubúnir til viðræðna um vopnahlé Aserar segjast hins vegar einungis ætla að hætta hernaðaraðgerðum þegar armenskar hersveitir hafi hörfað. 2. október 2020 10:04
Leggja ekki niður vopn enn Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli. 1. október 2020 15:20
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59