Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 13:01 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira