Nýi leikmaður Manchester United sagður þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:30 Edinson Cavani með verðlaun sem hann fékk fyrir að skora sitt tvöhundruðasta mark fyrir Paris Saint-Germain liðið. Getty/Aurelien Meunier Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli. Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli.
Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira