Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 13:27 Vladímír Pútín og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands. Forsetaembætti Rússlands Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka. Rússland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka.
Rússland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira