Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 10:59 Liðsmenn hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar á viðburði þeirra í fyrra. Flokkurinn hefur nú verið úrskurðaður glæpasamtök. AP/Yorgos Karahalis Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas. Grikkland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas.
Grikkland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila