Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2020 16:05 Frá Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira