Innlent

Lög­reglan vill ná tali af skemmdar­vörgum vegna utan­vega­aksturs á Sauð­ár­króki

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan birti myndir af skemmdarverkunum á Facebook í kvöld.
Lögreglan birti myndir af skemmdarverkunum á Facebook í kvöld. Lögreglan á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra birti í kvöld myndir á Facebook-síðu sinni af spjöllum af völdum utanvegaaksturs á Sauðárkróki. Skemmdarverkin virðast hafa verið framin á tveimur stöðum á Sauðárkróki, annars vegar í Kirkjulauf og hins vegar á svæðinu fyrir Iðju, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.

Lögreglan óskar eftir að ná tali af þeim sem þarna voru að verki og biður jafnframt þá sem kunna að hafa vitneskju um málið um að hafa samband í síma 444 0700 eða 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×