Enski boltinn

Mikil­vægt að standa saman og láta þetta ekki koma fyrir aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk í leiknum í gær.
Van Dijk í leiknum í gær. Matthew Ashton/Getty Images

Einn ótrúlegasti leikur síðari ára í enska boltanum fór fram í gær. Englandsmeistarar Liverpool töpuðu þá eins ótrúlega og það hljómar 7-2 gegn Aston Villa á útivelli. Virgil van Dijk mætti í viðtal að leik loknum og reyndi að útskýra hvað hefði í raun og veru gerst.

„Það er erfitt að tapa leikjum eins og við töpuðum hér í kvöld. Maður þarf samt að hrósa Aston Villa fyrst og fremst, þeir eiga skilið mikið hrós fyrir spilamennsku sína í kvöld. En ef við skoðum eigin frammistöðu þá var þetta einn af þessum leikjum þar sem við vorum bara ekki rétt stilltir frá fyrstu mínútu. Áttum að gera betur í mörkunum sem við fengum á okkur og áttum að nýta færin sem við fengum,“ sagði Van Dijk.

„Við erum allir mjög vonsviknir, við áttum ekki að tapa með jafn stórum mun og raun bar vitni. Nú er lykilatriði að standa saman og láta þetta ekki koma fyrir aftur.“

„Ég veit það ekki. Eins og ég sagði áður, þú getur ekki sleppt því að hrósa Aston Villa. Þeir spiluðu vel, augljóslega áttum við að nýta færin okkar betur og áttum að standa okkur betur á öllum sviðum leiksins.“

„Við verðum að vera harðir við hvorn annan. Munurinn á spilamennsku okkar frá því í síðasta deildarleik gegn Arsenal og nú var alltof mikill,“ sagði Van Dijk að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×