Stefán Teitur á leið til Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 18:47 Stefán Teitur Þórðarson verður leikmaður Silkeborg um helgina samkvæmt heimildum Vísis. Anton Brink Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira